Viljum leggja okkar af mörkum, segir Kristinn
„Fjármál og rekstur Reykjanesbæjar er ekki einkamál meirihlutans. Við erum tilbúin til að leggja okkar af mörkum til að laga til í rekstri bæjarins“ sagði Kristinn Þór Jakobsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, eftir átakafund í bæjarstjórn í gær.
Fylkingar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafa tekist harkalega á í fjölmiðlum undanfarið vegna fjárhagsstöðu bæjarins og hvort hugmyndir um niðurskurð hafi verið ræddar í bæjarráði eða ekki. Á fundinum í gær var lögð fram sáttatillaga sem þeir bæjarfulltrúar er sæti eiga í bæjarráði slíðruðu sverðin. Í henni eru fulltrúar sammála um að forðast upphrópanir í fjölmiðlum sem skaðað geti bæjarfélagið.