Laugardagur 19. maí 2012 kl. 03:06

Vildi klára bíómyndina fyrir nauðlendingu

Hrafnhildur Eva Guðmundsdóttir þurfti að hætta við Ameríkuferðina sína eftir að hjól féll af flugvél Icelandair í flugtaki frá Keflavíkurflugvelli. Hún ætlaði í sólarhringsferð með áhöfn vélarinnar en verður að láta ferðalagið bíða betri tíma.

Hrafhildur lét fara vel um sig í þessu sérstaka ferðalagi og einbeitti sér að því að klára að horfa á bíómynd um borð í vélinni á meðan hringsólað var útaf Stafnesi til að brenna eldsneyti og létta vélina fyrir lendingu í Keflavík í gærkvöldi.