Viðtal - Golfmæðgurnar Karen og Guðfinna eiga saman 11 Íslandsmeistaratitla
Mæðgurnar Guðfinna Sigurþórsdóttir og Karen Sævarsdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja eiga saman ellefu Íslandsmeistaratitla í golfi. Guðfinna var fyrsti Íslandsmeistari kvenna 1967 og vann alls þrisvar sinnum. Karen dóttir hennar byrjaði í golfi fimm ára og vann átta titla í röð 1989-2006. Þær voru heiðursgestir við upphaf Íslandsmótsins í golfi sem haldið var á Hólmsvelli í Leiru 18.-21. júlí, á heimavelli þeirra mæðgna og Karen tók fyrsta höggið.
Á Íslandsmótinu í ár er í fyrsta skipti keppt um Guðfinnubikarinn sem besti áhugakylfingurinn í kvennaflokki á mótinu vinnur. Guðfinna á í fórum sínum eignarbikar sem hún vann 1967, sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil, og hann mun fara í hendur nýs kylfings í kvennaflokki í lok þessa Íslandsmóts.
Kylfingur.is/Víkurfréttir ræddu við þær mæðgur.