Sunnudagur 1. júní 2014 kl. 00:50

Video: „Við rústum þessu“ - sagði Elín Rós

– Vantar 14 atkvæði til að fella Kristinn Þór Jakobsson

Elín Rós Bjarnadóttir þarf 14 atkvæði til að fella Framsóknarmanninn Kristinn Þór Jakobsson og komast inn sem sem annar bæjarfulltrúi fyrir Frjálst afl.

Víkurfréttir voru á kosningaskristofunni hjá Frjálsu afli í kvöld þegar fyrstu tölur úr Reykjanesbæ voru birtar.

Elín Rós fær hvatningu undir lok myndbandsins og lætur þá orðin „Við rústum þessu“ falla. Nú bíða allir spenntir eftir næstu tölum úr Reykjanesbæ.