Föstudagur 22. janúar 2010 kl. 14:06

Video: Umferðarslys í óveðri

Það var sannkallað óveður á slysstað við Grindavíkurveg í gærkvöldi þegar franskir ferðamenn á smábíl lentu í árekstri við tengivagn flutningabifreiðar. Ökumaður flutningabílsins virðist hafa misst stjórn á ökutæki sínu og tengivagni í mjög slæmu veðri sem geysaði í gærkvöldi en sterkur vindur og úrhelli stóðu þvert á Grindavíkurveginn.


Tengivagninn hafnaði utan vegar og bifreið Frakkanna hafnaði undur dráttarbeislinu á milli flutningabílsins og tengivagnsins.
Segja má að hurð hafi skollið nærri hælum hjá þeim sem hlut áttu að máli í gærkvöldi, því ferðamennirnir yfirgáfu Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að lokinni skoðun.


Grindavíkurvegur lokaðist um stund vegna slyssins. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá við hvaða aðstæður menn þurftu að vinna í gærkvöldi, en björgunarstörf eru oft ekki í öfundsverðu veðri.


Video og ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson