Video: Troðslur á troðslur ofan í yfirburðasigri Keflavíkur - þriðji leikurinn á sunnudag
Það var frábær stemmning í Ljónagryfjunni þegar Keflavíkingar heimsóttu nágranna sína úr Njarðvík í annarri viðureign liðanna í undanúrslitum IcelandExpress deildarinnar í körfu. Húsið var troðfullt og áhagendur liðanna biðu eftir spennandi leik. Að lokum fór Keflvíkingar með sigur af hólmi og leiða í einvíginu 2:0. Þriðji leikurinn verður í Keflavík á sunnudag kl.19.15.
Í meðfylgjandi videofrétt má sjá stemmningu og stuð í Ljónagryfjunni og margar flottar körfur, fleiri troðslur en flestir hafa séð í einum leik. Hörður Axel Vilhjálmsson, sem tróð svo eftirminnilega í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum bætti nokrum við í þessum leik en það voru líka fleiri leikmenn sem tróðu.