Video: Þetta var alveg skelfilegt
Pálína Gunnlaugsdóttir sagði að það væri ömulegt að fara í sumarfrí í lok mars og hún fór ekki leynt með það að útlendingarnir í liðinu voru ekki að standa sig. „Ég hef engar skýringar á því hvers vegna Jaleesa (Butler) var ekki með hugann við verkefnið. Ætli hún vilji bara ekki fara heim, sé komin með heimþrá. Ekki það að ég ætli að kenna útlendingunum um en þetta var alveg skelfilegt hér í kvöld,“ sagði Pálína í viðtali við Víkurfréttir. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan.