Laugardagur 20. febrúar 2010 kl. 13:40

Video: Stórt og metnaðarfullt verkefni að Ásbrú

„Það er mikilvægt að fá þessa nýbreytni inn í atvinnulífið á viðkvæmum tímum og ánægjulegt að tímaáætlanir séu að standast. Hér verða til hundruð starfa fyrir konur og karla, miklir möguleikar eru tengdir við ferðaþjónustuna og ný menntunartækifæri þessu tengd verða til hjá Keili, miðstöð vísinda og fræða, staðsett í næsta nágrenni sjúkrahússins,“ segir Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ.


Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) hefur í samstarfi við Iceland Healthcare ákveðið að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á sjúkrahúsinu að Ásbrú, í Reykjanesbæ. Á sjúkrahúsinu verða þrjár skurðstofur og 35 legurými, þar sem boðið verður upp á sérhæfðar meðferðir fyrir útlendinga. Allt að 300 störf munu skapast í tengslum við starfsemina. Gert er ráð fyrir að þjónustuþegar verði um 1.000 talsins fyrsta starfsárið en tvöfaldist síðan á næstu tveimur árum, með árlegum tekjum sem áætlaðar eru um 3,5 milljarðar króna.


Í meðfylgjandi myndbandi er viðtal við Árna Sigfússon um verkefnið við sjúkrahúsið að Ásbrú.