Video: Starfshlaupið brýtur upp starfið í FS
Í síðustu viku fór fram 22. starfshlaup Fjölbrautaskóla Suðurnesja en keppnin hefur verið fastur liður í starfi skólans síðan árið 1994.
Í ár kepptu fimm lið í hlaupinu og bar Græna liðið sigur úr býtum eftir ansi spennandi keppni. Appelsínugula liðið endaði rétt á eftir því Græna og Gula liðið lenti í því þriðja. Græna liðið hlaut því Starfshlaupsbikarinn og pítsuveislu í verðlaun.
Sólborg Guðbrandsdóttir blaðamaður og Hilmar Bragi myndatökumaður mættu með sjónvarpsmyndavél í Fjölbraut og spjölluðu við nemendur.