Föstudagur 22. janúar 2010 kl. 15:03

Video: Rústabjörgunarsveit fékk höfðinglegar móttökur

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin sem fór til björgunar- og hjálparstarfa á Haiti kom til landsins í nótt eftir rúmlega viku störf á hamfarasvæðum í og við höfuðborgina Port au Prince. Það var flugvél frá Iceland Express sem fór utan og sótti björgunarsveitina. Þegar flugvélinni var ekið upp að flugskýli á Keflavíkurflugvelli í nótt heiðraði Slökkvilið Keflavíkurflugvallar björgunarsveitina með því að sprauta vatnsboga yfir þotuna sem flutti sveitina til landsins. Þotan var síðan dregin inn í flugskýli þar sem fór fram stutt móttaka og fjölskyldur og ástvinir gátu fagnað sínu fólki en rústabjörgunarsveitin er ekki hreint karlaveldi og ein kona var í hópnum.

Meðfylgjandi myndband tók Hilmar Bragi í nótt þegar björgunarsveitin kom til landsins. Þar gefum við sérstakan gaum þaum Halldóri Halldórssyni og Haraldi Haraldssyni úr Björgunarsveitinni Suðurnes, sem tóku þátt í björgunarstörfum á Haiti undir merkjum íslensku sveitarinnar.

- Nánar um þá Halldór og Harald í Víkurfréttum í næstu viku.


Video og ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson