Video: Ljúfir tónar lúðrasveita Tónlistarskólans í nýjum Stapa
Það var frábær tónn í fyrstu tónleikunum í breyttum Stapa í Njarðvík sl. laugardag. Meðal þeirra sem léku voru strengjasveitir og lúðrasveit, blokkflautu- og gítarsveit, djasshljómsveit og nokkrir einleikarar frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar en þemaviku lauk sama dag. Þema vikunnar var íslensk tónlist.
Tónarnir sem svifu um loft Stapans voru flottir og forráðamenn Tónlistarskóla Reykjanesbæjar eru í skýjunum með framtakið. Ekki hefur formleg opnun verið en hún stendur til innan skamms. Víkurfréttir munu kynna nýja Stapan þegar formleg opnun verður í máli og myndum. Fréttamaður VF kíkti aðeins við á laugardag og tók upp nokkra ljúfa tóna frá lúðrasveitum TR.