Video: Kylfingar eins og beljur að vori í fyrsta opna mótinu í Leirunni
Yfir 120 kylfingar brostu sínu blíðasta, jafnvel þótt púttin eða höggin rötuðu ekki rétta leið. Tvö súperhögg rötuðu rétta leið á 2. og 17. braut þar sem golfboltarnir enduðu í holunum í tveimur höggum undir pari. Annar þeirra sem átti höggið á sautjándu var Einar Long, gamalkunnur golfkappi úr GR og hann lék líka á besta skorinu, 75 höggum.
En það var gleðin sem var alls ráðandi hjá keppendum eins og sjá má og heyra á þessum myndum…. og sumir þeirra mættu aftur daginn eftir í Sandgerði en reyndar bara þeir hörðustu…