Video: Fagnað hjá Frjálsu afli
– Elín Rós Bjarnadóttir inn og Björk Þorsteinsdóttir út
Það var fagnað hjá Frjálsu afli í Reykjanesbæ í nótt þegar ljóst var að framboðið hafði náð tveimur mönnum inn í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.
Elín Rós Bjarnadóttir er ný í bæjarstjórn en hún skipar annað sætið hjá Frjálsu afli.
Þegar fyrstu tölur voru birtar í kvöld vantaði hana aðeins 14 atkvæði til að fella fyrsta mann á lista Framsóknarflokks. Elín felldi hins vegar fimmta mann Sjálfstæðisflokksins, Björk Þorsteinsdóttur, þegar lokatölur úr Reykjanesbæ lágu fyrir.