Video: Butler lofaði öllu fögru en stóð ekki við neitt
Falur Harðarson, þjálfari Keflavíkur er á því að Íslendingarnir í liðunum eigi að bera liðin uppi í deildinni og skapa þá stemningu sem þarf að viðhalda. Þó var hann ekki sáttur með framlag atvinnumanna sinna. „Butler var hrikaleg í úrslitakeppninni og í raun í lok tímabils. Við ræddum málin og hún lofaði öllu fögru en stóð svo ekki við neitt. Ég hef enga trú á því að hún verði áfram,“ sagði Falur. Viðtalið í heild sinni hér að neðan.