Video: Borgarskot Söru Rúnar og dómararöflið
Það er alltaf líf og fjör á úrslitaleikjunum í Iceland Express deildinni í körfubolta. Í þessu stutta video-myndskeiði frá fyrstu viðureign Keflavíkur og Njarðvíkur sjáum við þegar Sara Rún Hinriksdóttir, upprennandi körfuboltastjarna setur boltann ofan í körfuna með „borgarskoti“ og tryggir sér farseðill til útlanda með Iceland Express. Þá tókum við saman annað myndskeið sem sýnir hversu erfitt starf dómara er á þessum leikjum. Röfl og tuð fylgir starfinu en þeir Rögnvaldur og Einar, dómarar í þessum leik létu það ekkert á sig fá og munduðu flautuna af öryggi – þó svo allir hafi ekki verið sammála um það.