Video: Biðjum áhorfendur afsökunar – segja þjálfarar Keflavíkur
Keflvíkingar léku einn sinn slakasta leik á leiktíðinni þegar þeir steinlágu fyrir frískum Snæfellingum í undanúrslitum Subway bikarkeppninar í körfubolta í Toyota höllinni í Keflavík í dag. Lokatölur urðu 64-90. Öruggur sigur gestanna sem voru betri en Keflvíkingar á öllum sviðum körfuboltans. „Það eina sem ég get sagt er að við biðjumst afsökunar á frammistöðu okkar. Þetta var hörmung og ég veit ekki hvað er að gerast í liðinu,“ sagði Sverrir Sverrisson, aðstoðarþjálfari Keflavíkur og undir það tók Guðjón Skúlason, þjálfari sem sagðist orðlaus eftir hörmungar dagsins.
Viðtöl við kappana í videosamantekt frá leiknum.