Fimmtudagur 18. febrúar 2010 kl. 13:26

Video: 50-60 heilsársstörf á uppbyggingatíma einkasjúkrahússins næsta árið


Hamrar, tangir og stærri tól fara á hreyfingu á næstu vikum þegar framkvæmdir við gamla hersjúkrahúsið á Ásbrú hefjast. Kjartan Eiríksson, framkvæmdstjóri Kadeco segir að unnið verði hratt og framkvæmdum verði lokið á einu ári við breytingar á gamla sjúkrahúsinu. Um 20 til 100 störf verða í gangi á framkvæmdatímanum eða um 50-60 heilsársstörf að sögn Kjartans.


Heildarkostnaður við breytingarnar er áætlaður um 1 milljarður króna og er búist við fyrstu sjúklingunum á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.
Kjartan segir gríðarleg tækifæri skapast við þessa framkvæmd og er mjög bjartsýnn á framhaldið.