Fimmtudagur 16. febrúar 2012 kl. 12:59

Video - Myllubakkaskóli með syngjandi boðskort

Myllubakkaskóli í Reykjanesbæ fagnar 60 ára afmæli sínu á morgun, föstudaginn 17. febrúar. Í tilefni af því verða þemadagar skólaársins helgaðir afmælinu. Þemadagarnir verða miðvikudaginn 15. og fimmtudaginn 16. febrúar en á morgun verður opinn dagur þar sem allir eru velkomnir í heimsókn í skólann.

Þann dag verður sýning á minjum sem tengjast sögu skólans. Þess vegna biðlum við til fyrrverandi nemenda skólans um að lána okkur muni sem þeir kunna að eiga og tengjast skólagöngu þeirra. Margt kemur til greina eins og skólabækur, vinnubækur, listaverk úr myndmennt, smíði eða saum, myndir úr ferðalögum, jólakort og jafnvel skemmtilegar sögur úr skólanum.

Krakkar úr Myllubakkaskóla kíktu í heimsókn á Víkurfréttir og tóku lagið í tilefni dagsins eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.