Föstudagur 1. apríl 2011 kl. 16:33

„Við trúðum þessu alltaf og erum mjög stoltar,“ segir Anna María

„Þetta leggst rosalega vel í mig. Ég get ekki beðið eftir laugardeginum,“ sagði Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, í samtali við Víkurfréttir eftir blaðamannafundinn sem haldinn var í gamla Sparisjóðshúsinu í dag. „Ef ég verð að vera hreinskilin, þá var þetta ekki staðan sem mér datt í hug í byrjun tímabils. En þær eru búnar að vera á blússandi siglingu og sýndu hvað þær geta enda eru þær komnar í úrslitin.“

Anna María Ævarsdóttir, fyrirliði Njarðvíkur, sagði þetta vera framar öllum vonum hjá flest öllum. „Okkur er búið að ganga rosalega vel og held ég að enginn hafi átt von á þessu nema við sjálfar. Við trúðum þessu alltaf og erum mjög stoltar,“ sagði Anna María.

Fyrsti leikur liðanna fer fram í Toyotahöllinni á morgun kl. 16:00.

[email protected]