Við gæslu og hjálparstörf á gosstöðvum
Björgunarsveitin Suðurnes var við gæslu- og hjálparstörf á gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi fyrir páska. Þar fékk sveitin m.a. það verkefni að búa eldri mann sem hafði slasast til flutnings með þyrlu.
Björgunarsveitir af Suðurnesjum verða við gæslu á Fimmvörðuhálsi um helgina en mikið annríki hefur verið hjá björgunarsveitum á Suðurlandi sl. vikur og því leitað til björgunarsveita m.a. af Suðurnesjum til að sinna gæslu.
Meðfylgjandi myndband tóku félagar í Björgunarsveitinni Suðurnes.