Verzlun Þorláks, hjúkrunarheimili og afmæli Keilis í Suðurnesjamagasíni
Verzlun Þorláks Benediktssonar var rekin í Akurhúsum í Garði frá árinu 1921 og til ársins 1972. Þá var skellt í lás, enda kaupmaðurinn búinn að standa vaktina í hálfa öld og ári betur. Núna, 50 árum eftir að versluninni var lokað í Akurhúsum, er hún opnuð að nýju og þá sem safnverslun á Byggðasafninu á Garðskaga. Við skoðum Verzlun Þorláks Benediktssonar í Suðurnesjamagasíni í kvöld og ræðum við þær Margréti og Tönju sem segja okkur frá Byggðasafninu á Garðskaga.
Í þætti vikunnar höldum við áfram umfjöllun okkar um 15 ára afmæli Keilis. Núna förum við í fótsnyrtingu og flughermi. Þá voru sjónvarpsmenn Víkurfrétta viðstaddir þegar fyrsta skóflustungan að nýjum 60 rýmum við hjúkrunarheimilið á Nesvöllum voru teknar. Við vorum einnig á flottri danssýningu Danskompaní og sýnum ykkur svipmyndir þaðan.
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 19:30.