Veröld vættanna ætlað að ná betur til barna og ungmenna
Reykjanes Geopark hefur í samvinnu við Markaðsstofu Reykjaness og Þekkingarsetur Suðurnesja unnið að þróun talsmanna fyrir Reykjanes með styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja. Verkefnið kallast Veröld vættanna en markmið þess er að ná betur til barna og ungmenna í fræðslu um náttúru Reykjanes Global Geopark. Nýlega fengu grunnskólanemendur í 1.-3. Bekk á Suðurnesjum bókina afhenta að gjöf.
Reykjanes UNESCO Global Geopark hefur einnig gefið út veglega bók um Reykjanes þar sem finna má fjölda ljósmynda af einstökum Reykjanesskaganum og tilvísanir í menningu og sögu þessa landshluta sem kalla má hliðið inn í landið. Í bókinni er tvinnað saman náttúru og landslagi, menningu og fólki sem og nýsköpun og atvinnu til að gefa nokkra mynd af þessu samfélagi suður með sjó.
Suðurnesjamagasín fylgdist með þegar fyrstu nemendurnir í Grindavík og Vogum fengu bókina afhenta.