Fimmtudagur 20. febrúar 2020 kl. 20:30

Verkefni björgunarsveita fyrirferðarmikil í Suðurnesjamagasíni vikunnar

Stærsta málefnið í Suðurnesjamagasíni í þessari viku eru viðtöl við þá Otta Rafn Sigmarsson og Boga Aldolfsson, sem báðir eru í Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík. Þeir segja okkur frá fjölmörgum verkefnum sveitarinnar síðustu vikur og mánuði en álag á björgunarsveitarfólk hefur verið mikið.

Einnig förum við á æfingu hjá Leikfélagi Keflavíkur sem frumsýnir á næstunni Benedikt búálf.

Þá kíkjum við á skrifstofu VR í Reykjanesbæ og ræðum við formanninn.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 20:30. Þátturinn í kvöld er sá áttundi á þessu ári.