Sunnudagur 14. apríl 2019 kl. 11:53

Vélmennin taka yfir Heiðarskóla

Keilir á Ásbrú og Heiðarskóli í Keflavík tóku á síðasta ári upp samstarf á sviði forritunar þar sem notast er við vélmenni. Vélmennin eru nokkurs konar armar sem hægt er að festa ýmsa aukahluti á og þeim er síðan stýrt með forritun. 
 
sg: Heiðarskóli tók við vélmennunum á haustmánuðum og nú hafa bæði nemendur og kennarar náð góðum tökum á vélmennunum. Í skólanum er áhersla lögð á að kynna nemendum tækni og notast er við fjölbreyttar tölvur á öllum skólastigum í Heiðarskóla. 
 
Sjónvarp Víkurfrétta heimsótti Heiðarskóla og skoðaði vélmennin.