Velferðarsjóðurinn nýtur mikillar velvildar - 1 milljón úr Garðinum
„Þetta er líklega einstakt á landsvísu hvað Suðurnesjamenn hafa hugsað vel um Velferðarsjóð Suðurnesja,“ segir Þórunn Þórisdóttir, forstöðukona sjóðsins en sjóðurinn hefur notið mikillar velvildar á síðustu mánuðum og árum.
Þórunn segir að líklega hafi aldrei verið meiri þörf á að hugsa til þeirra sem eiga erfitt um þessar mundir í ljósi mikils atvinnuleysis. Garðkonan Guðlaug Sigurðardóttir gekk tæpa 300 kílómetra í nóvember og hvatti vini sína á Facebook til að styðja Velferðarsjóðinn sem þeir svo sannarlega gerðu. Hún safnaði 600 þúsund krónum og svo færðu foreldrar hennar, þau Kristín Guðmundsdóttir og Sigurður Ingvarsson sjóðnum 400 þúsund.
Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við þær Guðlaugu og Þórunni um áheitagönguna og sjóðinn.