Fimmtudagur 15. september 2016 kl. 12:51

Vélavinir og barátta Norðurbæjar og Suðurbæjar

- í nýjasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta

Við erum með fjölbreyttan og skemmtilegan þátt þessa vikuna hjá Sjónvarpi Víkurfrétta.

Í fyrri hluta þáttarins förum við í Voga á Vatnsleysuströnd. Þar er félagsskapur sem kallast Vélavinir.

Í seinni hlutanum byrjum við leikinn í Sandgerði í fótbolta hjá gömlum kempum sem tókust á í leik Suðurbæjar og Norðurbæjar.

Við skoðum einnig hótel á Ásbrú, kynnum okkur Fab Lab, kíkjum á djúpborun á Reykjanesi og tökum skóflustungu að súrefnisverksmiðju í Vogum.

Sjónvarp Víkurfrétta er á dagskrá ÍNN á fimmtudagskvöldum kl. 21:30 og er þátturinn endursýndur á tveggja tíma fresti í sólarhring. Þá má nálgast hann á tímaflakki á myndlyklum.

Sjónvarp Víkurfrétta má svo nálgast í háskerpu hér á vf.is eða á Youtube undir Sjónvarp Víkurfrétta.

Þátt vikunnar má sjá í spilaranum hér að ofan í HD.