Vel sóttir foreldramorgnar í Bókasafni Reykjanesbæjar
Foreldramorgnar eru vikulegir viðburðir sem starfsfólk Bókasafn Reykjanesbæjar býður upp á og hafa gert síðustu þrjú ár. Á hverjum fimmtudegi kl. 11 mæta foreldrar í fræðslu eða spjall, fá sér kaffi saman og ræða um áskoranir barnauppeldis.
Anna Margrét Ólafsdóttir verkefnastýra hjá Bókasafni Reykjanesbæjar fékk hugmyndina um Foreldramorgna þegar hún hafði nýlega hafið störf á bókasafninu en hún hafði fylgst með samskonar viðburðum á bókasöfnum annars staðar á landinu.
„Þetta er verkefni sem bókasöfn annars staðar á landinu eru með og við erum dugleg að miðla hugmyndum á milli okkar. Við vildum prófa þetta hérna, en þetta hefur ekki verið með þessu sniði áður í Bókasafninu“.
Viðtalið við Önnu Margréti er í spilaranum hér að ofan.