VefTV: Ýtir undir bjartsýni - segir Oddný ráðherra
„Þetta alþjóðlega gagnaver er vonandi ísbrjóturinn fyrir eitthvað enn meira á þessu sviði. Það skiptir máli fyrir okkur að skapa svona aðilum gott rekstrarumhverfi og það gerum við með sérstökum fjárfestingasamningum og einnig sérreglum t.d. varðandi virðisaukaskatt svo þau standist alþjóðlega samkeppni. Þessi starfsemi mun vonandi ýta undir bjartsýni og opna leið fyrir aðra til að koma hingað,“ sagði Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra í forföllum Katrínar Júlíusdóttur við vígslu Verne Holding gagnaversins, meðal annars í Víkurfréttaviðtali.
Oddný talar líka um fleiri verkefni sem skipta Suðurnesjamenn máli í viðtalinu.