VefTV: „Við hlógum að spánum“
Viðtöl við Keflvíkinga eftir fyrsta sigur sumarsins
Keflvíkingar voru kátir að loknum fyrsta leik sumarsins í knattspyrnunni, enda báru þeir sigurorð af Þórsurum 3-1 á heimavelli sínum. Víkurfréttir tóku Keflvíkinga tali eftir leik eins og sjá má hér að ofan.
Haraldur Guðmundsson fyrirliði Keflvíkinga var á því að leikurinn hafi verið fremur jafn þegar á heildina sé litið en heppnin hafi verið með Keflvíkingum í leiknum. Hann fagnar því þó enda dýrmæt þrjú stig komin í sarpinn. Hörður Sveinsson var sömuleiðis ánægður með þessa byrjun á mótinu en viðurkenndi að það hefði verið gott að ná að opna markareikninginn svona snemma sumars.
Þjálfarinn Kristján minntist á það að Keflvíkingar hafi hreinlega hlegið af spám sérfræðinga fyrir sumarið en hann segir liðið eiga sér háleitari markmið.