VefTV: VF Spekingurinn – keppni 3
Í síðustu viku mættust þeir Björgvin Sigmundsson og Oddur Gunnarsson Bauer sem endaði með sigri Björgvins í bráðabana. Hann er því kominn í undanúrslit, skrefi nær aðalvinningnum ásamt Ingimundi Guðjónssyni. Í þessari viku mætast Guðni Friðrik Oddsson og Berglind Anna Magnúsdóttir.
Guðni Friðrik er 17 ára Keflvíkingur og stundar nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann tók þátt í spurningakeppninni Gettu betur fyrir hönd skólans en liðið féll út í 16 liða úrslitum.
Berglind Anna er 21 árs Grindvíkingur og stundar nám við Háskóla Íslands þar sem hún lærir lífefnafræði en Berglind stefnir á að læra lækninn.
Sá sem fellur úr keppni fer ekki tómhentur heim því veitingastaðurinn Thai Keflavík býður honum í mat. Sigurvegarinn hlýtur í þessari fyrstu spurningakeppni VF gistingu og kvöldverð á Hótel Arnarhvoli en þar er skemmtilegur veitingastaður á efstu hæð sem heitir Panorama restaurant.
Spurningar:
1. Með hvaða liði leikur Blake Griffin körfubolta?
2. Hvaða íþróttavörumerki ber sama nafn og gríska sigurgyðjan?
3. Hver var á dögunum valinn íþróttamaður Grindavíkur 2010?
4. Abraham Lincoln, forseti Bandaríkjanna var myrtur 15. apríl 1865. Hver tók við sem forseti Bandaríkjanna á eftir Abraham Lincoln?
5. Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar er samansett af fjórum flokkum, Framsókn, Sjálfstæðisflokknum, Samfylkingunni og lista Grindvíkinga. En hversu margir sitja í bæjarstjórn Grindavíkurbæjar?
6. Hversu oft giftist Marilyn Monroe?
7. Hvað heitir söngvari hljómsveitarinnar Valdimar?
8. Hvað heitir nýjasta plata Hjálma?
9. Hver söng síðastliðið sumar um Diego Armando Maradona?
10. Hvaða ár var Reykjanesbær stofnaður?
11. Með hverju líma landsvölur upp hreiður sín?
12. Samningar fyrir hverskonar verksmiðju í Helguvík voru undirritaðir nú á dögunum?
Bráðabani
13. Hvað er það mikilvægasta í loðnunni, oft talið gullið?