VefTV: VF Spekingurinn – keppni 2
Spurningakeppni Víkurfrétta er nýr liður þar sem átta keppendur kljást og er þetta önnur keppni af sjö. Keppnin er með útsláttarfyrirkomulagi og fer þannig fram að tveir aðilar keppa í hverri viku og svara tólf spurningum milli himins og jarðar en tólfta spurningin verður svokölluð Víkurfréttaspurning.
Sá sem fellur úr keppni fer ekki tómhentur heim því veitingastaðurinn Thai Keflavík býður honum í mat. Sigurvegarinn hlýtur í þessari fyrstu spurningakeppni VF gistingu og kvöldverð á Hótel Arnarhvoli en þar er skemmtilegur veitingastaður á efstu hæð sem heitir Panorama restaurant.
Í síðustu viku mættust þeir Davíð Már Gunnarsson og Ingimundur Guðjónsson í Spekingnum sem endaði með sigri Ingimundar. Hann er því kominn í undanúrslit, skrefi nær aðalvinningnum.
Í þessari viku mætast Oddur Gunnarsson Bauer og Björgvin Sigmundsson. Oddur er 20 ára, býr í Reykjanesbæ. Hann útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið 2009 og vinnur nú hjá bílaleigunni Geysi.
Björgvin er 24 ára Keflvíkingur og býr í Reykjavík þar sem hann vinnur hjá fyrirtækinu Marel ásamt því að læra stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann lauk B.S. í verkfræði og stefnir á mastersnám en ætlar að geyma það um óákveðinn tíma.
[email protected]