Mánudagur 19. maí 2014 kl. 19:56

VefTV: Vantaði herslumuninn

Segir Magnús Matthíasson

Bakvörðurinn Magnús Þórir Matthíasson hjá Keflavík segir að leikur Keflavíkur og KR hafi verið hnífjafn og jafntefli hefði sjálfsagt verið sanngjörn niðurstaða en KR-ingar voru fyrstir liða til þess að ná í stig af Keflvíkingum. „Þetta var járn í járn og þeir ná að pota inn marki í lokin,“ segir hann m.a. í viðtali við Víkurfréttir sem sjá hér að neðan í vefspilaranum.

„Það er bullandi sjálfstraust í hópnum. Það vantaði upp á vinnusemina og baráttuna sem hefur verið til staðan í fyrstu leikjunum. Annars voru færi á báða bóga og það lið sem skoraði fyrr var alltaf líklegt til þess að vinna leikinn,“ segir Magnús sem er kokhraustur fyrir komandi viðureign gegn FH. „Það þýðir ekkert að leggja árar í bát. Við ætlum okkur að ná í þrjú stig.“