VefTV: Valdimar á tónleikum með lúðrasveit TR
Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og hljómsveitin Valdimar héldu stórtónleika í Andrews menningarhúsinu á Ásbrú í apríl á síðasta ári. Sjónvarp Víkurfrétta tók upp tónleikana og hefur efnið legið í myndasafni Víkurfrétta síðan þá.
Nú höfum við tekið saman um hálfa klukkustund af efni frá tónleikunum og sett saman í meðfylgjandi myndskeið. Njótið vel og gleðilega páska.