Laugardagur 2. nóvember 2013 kl. 08:34

VefTV: Valdimar á Iceland Airwaves í Bláa lóninu

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hélt áfram í Bláa lóninu í gær. Röðin var komin að hinni kunnu hljómsveit Valdimar frá Suðurnesjum. Uppselt var á tónleika sveitarinnar og um 200 gestir voru í Lava, veitingastað Bláa lónsins til að fylgjast með sveitinni og njóta góðra veitinga.

Fjörið heldur svo áfram í dag þegar Retro Stefson mætir í Bláa lónið með tónleika. Uppselt er á viðburinn og von er á fjölmörgum erlendum blaðamönnum eins og reyndar í gær þegar Valdimar spilaði.

Meðfylgjandi myndband frá tónleikum Valdimars tók Hilmar Bragi saman í gær.








VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson