Föstudagur 14. desember 2012 kl. 15:08

VefTV úr leik Keflavíkur og UMFN: Flautukörfur og fjör

Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur mjög ósáttur við dómara leiksins

Njarðvíkingar lögðu Keflvíkinga í nágrannaslag í Dominosdeild karla í körfubolta með eins stig mun 91-92. Hér má sjá myndskeið úr lokakafla leiksins og videoviðtöl við Sigurð Ingimundarson, þjálfara Keflavíkur og Njarðvíkinginn unga og efnilega, Elvar Má Friðriksson.

Heimamenn leiddu með tíu stigum í hálfleik en svo færðist meira fjör í leikinn sem var framlengdur. Í framlengingunni höfðu gestirnir betur og unnu sætan sigur. Víkurfréttir voru á staðnum og fönguðu stemmninguna í Toyota höllinni.