Föstudagur 25. nóvember 2011 kl. 16:14

VefTV: Upprennandi söngstjarna

Melkorka Rós Hjartardóttir er 15 ára Vogamær sem hefur verið að syngja síðan hún var um tveggja ára aldur að hennar eigin sögn. Melkorka tók þátt í Jólastjörnu Björgvins á dögunum þar sem hún komst í 15 manna úrslit en annars hefur hún verið að syngja í skólanum og á Samsuð m.a.

Hún söng tvö lög í Kompunni á Iðavöllum í gær þar sem blaðamaður VF var staddur og það er með sanni hægt að segja að hér sé efnileg söngkona á ferðinni, eins og myndbandið hér að ofan sýnir glögglega.