VefTV: Tvö þúsund blöðrur á loft við Myllubakkaskóla á 11. Ljósanótt
Ljósanótt í Reykjanesbæ var sett í 11. sinn við Myllubakkaskóla í morgun þegar nemendur í leik- og grunnskólum slepptu 2000 blöðrum til himins.
Nemendur komu til athafnarinnar í skrúðgöngu í litum skólanna og með fánum og trommuslætti.
Gítarsveit nemenda Gítar Myllos stjórnaði fjöldasöng sem endaði á fyrsta ljósalaginu Velkomin á Ljósanótt og Árni Sigfússon bæjarstjóri setti hátíðina.
Framundan er fjölbreytt dagskrá sem stendur yfir í fjóra daga eða til sunnudagsins 5. september. Má þar nefna gríðarlegan fjölda myndlistarsýninga, tónlistarveislu og skemmtun fyrir alla fjölskylduna enda er ljósanótt fyrst og fremst fjölskylduhátíð.
Sjónvarp Víkurfrétta var við Myllubakkaskóla og hér eru flottar myndir frá setningunni ásamt stuttu spjalli við bæjarstjórann.