VefTV: Þróttur hefur ekki sagt sitt síðasta
Þróttarar voru grátlega nærri því að komast upp í 3. deild í gær, en töpuðu á heimavelli sínum 0-2 gegn Álftanesi. Víkurfréttir ræddu við Þorstein Gunnarsson þjálfara liðsins eftir leik, en samningur hans við félagið er útrunninn og hefur hann hugsað sér að taka sér frí frá þjálfun í bili. Viðtal við Þorstein og svipmyndir úr leiknum má sjá hér að ofan.