VefTV: Þetta sögðu Keflvíkingar eftir sigurinn á ÍR
Keflvíkingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik eftir framlengdan leik gegn ÍR í Keflavík í gærkvöldi. Allt gekk á afturfótunum hjá Keflavík í leiknum og leiddi ÍR mest allan leikinn. Keflavík tryggði þó framlengingu þegar örfáar sekúndur voru eftir og unnu svo fimm stiga sigur í framlengingunni.
Í meðfylgjandi myndskeiði eru nokkur brot úr leiknum og viðtöl við þá Sigurð Þorsteinsson, Hörð Axel Vilhjálmsson og Guðjón Skúlason þjálfara Keflavíkur.