Mánudagur 14. maí 2012 kl. 23:13

VefTV: Þeir sáu ekki til sólar - segir Einar Orri



Einar Orri Einarsson miðjumaður Keflvíkinga var svekktur með tap á heimavelli gegn Stjörnunni. Hann segir að mistök þegar vítaspyrnan var dæmd hafi verið dýrkeypt þegar uppi var staðið. Einar segir að sér líði vel í baráttunni á miðjunni og að liðið hafi verið að berjast vel í leiknum. Nánara spjall við Einar má sjá í meðfylgjandi myndbandi.