VefTV: Þátturinn um Flugfélagsmótið í Eyjum
Bestu kylfingar landsins sýndu góð tilþrif á Flugfélags Íslands mótinu á Eimskipsmótaröðinni í Vestmannaeyjum lokahelgina í maí. Björgvin Sigurbergsson sigraði eftir bráðabana við Kristján Þór Einarsson en þeir félagar urðu Íslandsmeistarar 2007 og 2008. Kristján vann í Eyjum eftir mikla dramatík 2008 og hún sveif einnig yfir vötnum á Flugfélags Íslands mótinu.
Gerður var 40 mín. þáttur sem sýndur var fyrst í Sjónvarpinu mánudaginn 31. maí. Hér er hann aðgengilegur í fullri lengd. Framleiðandi þáttarins er Víkurfréttir.