Fimmtudagur 24. nóvember 2011 kl. 11:29

VefTV: Teitur og Frikki reyna við heimsmet

Á morgun mætast Njarðvíkingar og Stjörnumenn í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Í tilefni þess fengum við þá félaga, Friðrik Ragnarsson, þjálfara Njarðvíkinga og Teit Örlygsson, Njarðvíking og þjálfara Stjörnunnar, til þess að reyna við heimsmet.

Heimsmetið sem þeir reyna við snýst um það að hitta sem flestum skotum frá miðju körfuboltavallarins á einni mínútu. Útkomuna má svo sjá í myndbandinu hér að ofan.