VefTV: Svona var traffíkin í flugstöðinni í morgun
– svipmyndir úr innritunarsal á níunda tímanum í morgun.
Innritunarsalur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar var troðfullur af ferðalöngum í morgun. Eins og fram hefur komið í fréttum voru starfsmenn Isavia í verkfalli frá kl. 4 í nótt til kl. 9 í morgun.
Það varð til þess að ekki var hægt að innrita farþega í flugstöðina þar sem farangurskerfið var óvirkt vegna verkfallsins. Sama má segja um vopnaleit og fleiri starfsstöðvar. Engir starfsmenn komust í gegnum vopnaleit starfsmanna.
Á níunda tímanum í morgun fylltist svo innritunarsalur flugstöðvarinnar af fólki sem var á leið úr landi. Meðfylgjandi myndskeið var tekið í morgun og sýnir ástandið vel.