VefTV: Svona eru Víkurfréttir prentaðar
Víkurfréttir komu út í dag með breyttu sniði. Blaðið er í stærra broti og er prentað á öðruvísi pappír en áður hefur verið notaður í Víkurfréttir. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá þegar blaðið er prentað í prentsmiðju Landsprents í gærdag. Í meðfylgjandi myndasafni eru einnig ljósmyndir teknar í prentsmiðjunni í gær.