Sunnudagur 3. apríl 2011 kl. 02:53

VefTV: Svona er stemmningin á Ásbergsballinu í Stapa

Þegar þetta myndskeið er birt í Sjónvarpi Víkurfrétta um kl. 03 aðfararnótt sunnudags er stemmningin á Ásbergsballinu í Stapa í hámarki. Ljósmyndari Víkurfrétta var á dansleiknum nú áðan og festi stuðið á stafrænar myndir og tók upp meðfylgjandi myndbrot til að koma stemmningunni á lifandi hátt í tölvur og snjallsíma nátthrafna - því nú er hægt að horfa á nýjustu myndskeiðin af vf.is í snjallsímum og spjaldtölvum eins og iPad.