Mánudagur 27. maí 2013 kl. 13:24

VEFTV: Suðurnesjamagasín // 8. þáttur 2013

Vöxtur og uppgangur Bláa lónsins hefur verið mikill á undanförnum árum. Framundan eru frekari framkvæmdir og stækkun baðstaðarins fyrir milljarða króna. Víkurfréttir tóku hús á Grími Sæmundsen, forstjóra Bláa lónsins, og ræddu við hann á nýjasta þætti Suðurnesjamagasíns sem nú er orðið aðgengilegt hér á vef Víkurfrétta. Þátturinn, sem er sá 8. í röðinni, verður jafnframt á ÍNN í kvöld kl. 21:30.

Leikskólinn Tjarnarsel í Reykjanesbæ gaf nýverið út bókina Orðaspjall. Bókinni er ætlað efla orðaforða og hlustunarskilning barna með bóklestri. Við heimsóttum börnin á Tjarnarseli og kynntum okkur bókina.

Bræðurnir Þorsteinn og Ólafur Marteinssynir eru áhugasamir um sögu flugslysa á Íslandi í síðari heimsstyrjöldinni. Þeir vilja koma upp minjagarði um herflugvélar sem hröpuðu á Reykjanesskaganum á stríðsárunum. Fyrsti vísirinn að garðinum er kominn í Grindavíkurhrauninu.

Tónlistarhátíðin Keflavík Music Festival verður haldin í Reykjanesbæ dagana 5. til 9. júní nk. Mörg stór nöfn úr tónlistarheiminum koma á hátíðina. Við ræddum við þá sem koma að skipulagningu hátíðarinnar.

Það var sannkölluð sigurhátíð í Holtaskóla á dögunum en skólinn bar sigur úr býtum í Skólahreysti í þriðja sinn í röð. Vel var tekið á móti þeim og liðið ákaft hyllt af nemendum skólans á samkomu í sal skólans. Við vorum þar.

Þeir sem vilja horfa á þáttinn í sjónvarpi geta séð hann á ÍNN í kvöld kl. 21:30. Þátturinn er svo endursýndur á tveggja tíma fresti næsta sólarhringinn.