Þriðjudagur 2. febrúar 2010 kl. 15:33

VefTV: Stunda listflug innanhúss

Það er ekki rokinu fyrir að fara í Reykjaneshöllinni. Þar er alltaf sama lognið og þægilegt hitastig og í það sækja flugmódeláhugamenn. Í vetur hafa menn verið að mæta með fjarstýrðar fisléttar flugvélar og stunda listflug innanhúss. Þegar mest hefur verið hafa allt að 20 flugvélar verið á lofti í einu og þá þarf flugumferðarstjórnin að vera í lagi.

Hilmar Bragi kíkti í Reykjaneshöllina sl. sunnudagskvöld og tók púlsinn á listflugi innanhúss eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.