Þriðjudagur 5. nóvember 2013 kl. 10:04

VefTV: Stemmning hjá Retro Stefson í Bláa lóninu

Liðsmenn hljómsveitarinnar RETRO STEFSON náðu upp frábærri stemmningu í Bláa lóninu sl. á næst síðasta degi Iceland Airwaves. Víkurfréttir voru á staðnum og mynduðu stemmninguna.

Þrjá daga á undan höfðu Valdimar, Ylja og Kaleo spilað í Bláa lóninu við góðar undirtektir. Forráðamenn Bláa lónsins voru mjög ánægðir með þessa nýjung en í fyrra voru bara einir tónleikar úti í baðlóninu. Nú mættu um 900 gestir sem gæddu sér á góðum veitingum og hlustuðu í leiðinni á flotta tónlist.
 



VF-myndir: Páll Ketilsson // [email protected]