VefTV: Spekingurinn – keppni 4
Í síðustu viku mættust þau Guðni Friðrik Oddsson og Berglind Anna Magnúsdóttir. Gerð voru mistök þegar spurningin um Abraham Lincoln var samin og gaf spyrill Guðna rétt fyrir rangt svar. Keppnin hefði ekki farið í bráðabana og kemst Berglind því áfram en Guðni fellur úr keppni. Víkurfréttir biðjast velvirðingar á þessum mistökum. Í þessari viku mætast Andri Steinn Harðarson og Garðar Örn Arnarson.
Andri Steinn er 19 ára og býr í Keflavík. Hann stundar nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja ásamt því að sitja í stjórn nemendafélags skólans og gegnir embætti varaformanns.
Garðar Örn, sem verður 23 ára á mánudaginn, er Keflvíkingur í húð og hár. Hann stundar nám við Kvikmyndaskóla Íslands á brautinni handrit og leikstjórn.
Spurningar:
1. Hvaða leikari átti sumarsmell árið 2009 sem hét Sumarsaga?
2. Lebron James olli miklu fjaðrafoki síðasta sumar þegar að hann yfirgaf lið Cleveland Cavaliers og hélt til Miami Heat. Hann breytti ekki bara um lið heldur valdi hann sér nýtt treyjunúmer í leiðinni, svo við spyrjum hvaða númer ber Lebron James á treyju sinni?
3. Hvað heitir karlfugl rjúpunnar?
4. Hver er stærsta eyja í heimi?
5. Hvers konar veður varð 92 mönnum að bana í Bangladesh árið 1986?
6. Allir Íslendingar og einhverjir æstir Eurovision aðdáendur vita hver Jóhanna Guðrún er en færri muna kannski hvað faðir Jóhönnu heitir, hvað heitir hann?
7. Hvað heitir nýja plata Kanye West?
8. Hvaða lið unnu Powerade bikarkeppnina í körfubolta í karla og kvennaflokki?
9. Hvert var fyrsta enska knattspyrnulið í úrvalsdeild til þess að ráða nuddara í fullt starf?
10. Í hvaða borg var Bítillinn John Lennon myrtur?
11. Hvaða þekkti Hollywood stórleikari á börn að nafni Willow og Jaden?
12. Hver er auglýsingastjóri Víkurfrétta?
[email protected]