Fimmtudagur 31. mars 2011 kl. 18:30

VefTV: Spekingurinn - úrslitakeppnin

Í síðustu viku mættust þau Garðar Örn Arnarson og Berglind Anna Magnúsdóttir sem endaði með öruggum sigri Berglindar. Í þessari viku er úrslitakeppnin um fyrstu verðlaun og mætast þau Ingimundur Guðjónsson og Berglind Anna Magnúsdóttir en Berglind á stigametið í keppninni hingað til, 8 stig.

Berglind Anna er 21 árs Grindvíkingur og stundar nám við Háskóla Íslands þar sem hún lærir lífefnafræði en Berglind stefnir á að læra lækninn.
Ingimundur er 21 árs háskólanemi og sonur fótboltakappans Guðjóns Guðmundssonar en hann átti sín bestu ár í boltanum með Víði Garði. Ingimundur erfði hæfileikana að hans sögn en hætti í boltanum til að leyfa litla bróður að skína.

SPURNINGAR:
1. Hvert er eftirnafn allra þriggja aðalpersónanna í þáttunum Two and a half men?
2. Hvað heitir nýja plata Radiohead sem kom út fyrir skömmu?
3. Hver þjálfar kvennalið Njarðvíkur í körfubolta?
4. Hvaða fyrrum frægi tónlistarmaður var skotinn fyrir skömmu er hann var staddur á eyjunni Haítí?
5. Hvað heitir höfuðborg hins stríðshrjáða lands Líbýu?
6. Hvaða hrollvekjumeistari sagði eitt sinn: „Ég þoli ekki spennu“?
7. Hvert er eina kattardýrið sem getur ekki dregið klærnar inn?
8. Hver var fyrsta íþróttin til að vera kvikmynduð?
9. Um 75.000 manns sóttu um lærlingsstöðu hjá Charlie Sheen en nú er búið að skera niður og eru 250 umsækjendur eftir. Einn af þeim er strákur hér af Suðurnesjum, hvað heitir hann fullu nafni?
10. Mikið af fólki hefur beðið eftir nýjum sendingum af vörum frá apple framleiðandanum. Hvaða dag kom iPad2 til landsins og fór í sölu sama dag?
11. Hvaða einstaklingur prýðir forsíðu Monitor tímaritsins sem kom út í síðustu viku?
12. Lið Reykjanesbæjar datt úr keppni í spurningakeppninni Útsvari á síðasta föstudag. Hvaða lið sló Reykjanesbæ úr keppni?
13. Hvað heitir ný kvikmynd sem sýnd er í bíóum landsins og skartar leikurum eins og Liam Neeson, January Jones, Diane Kruger og Adian Quinn?
14. Hvaða ár komu Víkurfréttir fyrst út?

[email protected]




Sigurður Jónsson afhendir sigurvegaranum Ingamundi Guðjónssyni verðlaunin.